44. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Laugardalshöll 4. – 6. nóvember. 

Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum flokksins og þar er stefna hans mótuð. Hann er stærsta stjórnmálasamkoma á Íslandi og störf hans hafa mikil áhrif, bæði inn í stjórnmálin en einnig út á við til þjóðarinnar. 

Seturétt á landsfund eiga flokksráðsfulltrúar flokksins auk þess sem félög og fulltrúaráð kjósa fulltrúa til setu á fundinum. 

·       Til þess að sjá hvort þú sért í flokksráði (og þar með sjálfkjörin) ferðu á mínar síður – Flokkurinn – Núverandi trúnaðarstörf – Flokksráð 

·       Aðrir þeir sem hafa áhuga á að sitja landsfund geta óskað eftir seturétti fram til 1. október. Sjá nánar hér.  

Á landsfundi eru stjórnir átta málefnanefnda Sjálfstæðisflokksins kjörnar til þess að leiða málefnastarfið milli landsfunda. Hér getur þú skilað inn framboði í málefnanefnd/ir.

Mótaðu stefnuna! Málefnastarf í aðdraganda landsfundar

Ýmis tilboð fyrir landsfundargesti.

 

Tillögur að breytingum á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins

Landsfundur einn hefur vald til þess að breyta samþykktum Sjálfstæðisflokksins en þó getur landsfundur veitt miðstjórn eða flokksráði leyfi til bráðabirgðabreytinga milli landsfunda. Tillögur að breytingum á samþykktum Sjálfstæðisflokksins skulu hafa borist miðstjórn a.m.k. mánuði fyrir boðaðan landsfund.

Öllum tillögum að breytingum á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins skal skila skriflega til miðstjórnar með því að senda tölvupóst á netfangið landsfundur@xd.is. 

Skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins má nálgast hér. 

Hér að neðan má nálgast þær tillögur að breytingum sem liggja fyrir landsfundi flokksins árið 2022.

Tillaga miðstjórnar um breytingar á skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins.