Málefnanefndir

Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins hafa umsjón með og skipuleggja málefnastarf Sjálfstæðisflokksins og skila álitsgerðum sínum og tillögum til landsfundar, flokkráðs og/eða stjórnar flokksráðs. Málefnanefndir undirbúa einnig drög að ályktunum fyrir landsfundi og alþingiskosningar. Allir flokksmenn eiga rétt til þess að taka þátt í störfum málefnanefnda.

Landsfundur kýs fimm í stjórn málefnanefnda. Sá sem flest atkvæði hlýtur er formaður nefndar. Miðstjórn skipar síðan allt að fjóra í hverja nefnd, þar á meðal varaformann. Allir flokksmenn geta boðið sig fram til embætta í málefnanefndum. Stjórnarfólk málefnanefnda er sjálfkjörið í flokksráð.

Í flokknum starfa átta fastanefndir sem eru skipaðar með hliðsjón af nefndaskipan alþingis. Lista yfir málefnanefndir flokksins og stjórnarmenn má nálgast hér.

Lesa má frekar um hlutverk málefnanefnda í skipulagsreglum flokksins hér, sérstaklega í greinum 44 og 45.

Á landsfundi eru stjórnir málefnanefnda kjörnar til þess að leiða málefnastarfið milli landsfunda. Við hvetjum áhugasama eindregið til að bjóða sig fram með því að skrá framboð sitt hér fyrir kl. 17:00 miðvikudaginn 20. september næstkomandi.